
Í fyrra vorum við valin götubiti fólksins. Svo fórum við í úrslitakeppni European Street Food Awards í Malmö og lentum í fjórða sæti í vali fólksins. Síðan fengum við viðurkenningu Samtaka Grænkera fyrir frumkvöðlastarf. Einhvers staðar þarna á milli fengum við plagg sem krýndi okkur fyrirmyndarfyrirtæki Kringlunnar og til að toppa allt eru sósurnar okkar núna #staðfest orðnar fallegastar í heimi.
Grafíski hönnuðurinn okkar, hann Einar hjá Leynivopninu fékk hvorki meira né minna en Award of Excellence fyrir umbúðahönnun á sósulínunni okkar og við bara roðnum af gleði og stolti.