Jömm á faraldsfæti

04/11/2019
malmö-e1572899177134.jpg

Helgina 28. til 29. september lagði Jömm í langferðalag til Svíþjóðar. Eftir að hafa hlotið nafnbótina Götubiti fólksins í undankeppni European Street Food Awards í Reykjavík var ekki hjá því komist að standa fyrir máli okkar í útlöndum. Þegar við slysuðumst til að hefja Jömm ferilinn í litlum gámi á bílaplani í Skeifunni síðasta sumar áttum við aldrei von á öðru eins ævintýri, en með okkar innri brjálæðinga að vopni héldum við yfir hafið.

Þar sem Jömm gámurinn okkar fagri er ekki sérstaklega meðfærilegur í handfarangri fengum við lánaðan dýrðlegan „Miami Vice” matarvagn hjá keppnishöldurum í Malmö. Við brettum upp ermar…og skálmar…og settum upp fullbúið Jömm á tveimur dögum með hjálp góðra vina. Metnaðurinn var slíkur að nýtt Jömm skilti var meira að segja föndrað ofan á vagninn kvöldið fyrir opnun. Við tókum okkur stöðu innan um 20 aðra staði – sigurvegara frá sínum heimalöndum…og Jömmuðum frá okkur allt vit í tvo heila daga við mikinn fögnuð viðstaddra.

Hversu mikið var Jömmað?

  • Við afgreiddum 1.100 Jömm skammta
  • Við Jömmuðum heimþráða Íslendinga
  • Frelsuðum kjötelskandi útlendinga
  • Eignuðumst nýjan, sænskan vildarvin sem fékk sér 6 Jömm sama daginn
  • Gáfum Michelin kokki að borða
  • Sváfum í um það bil heila viku að partý loknu

…og síðast en ekki síst náðum við frábærum árangri í vinsældakosningu gesta sem kusu okkur í TOPP FIMM meðal hinna bestu í Evrópu. Enn sem komið er geta Íslendingar og Íslandsvinir einir þjóða notið Jömm á hverjum degi, svo láttu þig ekki vanta á Kringlutorg næst þegar hungrið gerir vart við sig. Gleðisprengjurnar okkar þar galdra fram fyrir þig sósaða máltíð á mettíma.


TÖLUM SAMAN!

+354 786 0100


jomm@jomm.is


mán – lau: 11.00 – 19.00
sun: 12.00 – 19.00

Kringlan 4-12
105 Reykjavík