Samlokurnar okkar eru handgerðar af hamingjusömu starfsfólki í framleiðslueldhúsinu okkar í Hafnarfirði alla virka morgna. Og þegar við segjum hamingjusamt, þá erum við ekkert að grínast. Þau syngja og dansa yfir brauði og salati þannig að ef einhvern tímann hefur verið matreitt af ástríðu þá er það hjá nátthröfnunum okkar í hrauninu.
Þú getur valið Jömm samlokurnar í þremur útgáfum:
eða…
Hverja tegund er svo hægt að velja ýmist fyrir rétthent eða örvhent fólk enda erum við frumkvöðlar í réttlæti.
Já og svo er ein Mjeh samloka. Hún er með grænmeti.
Hagkaup Skeifunni
Hagkaup Garðabæ
Hagkaup Kringlunni
Hagkaup Smáralind
Hagkaup Eiðistorgi
Hagkaup Spöng
Hagkaup Akureyri
Extra Barónsstíg
Extra Keflavík
Extra Akureyri
Kvikk Fitjum, Keflavík
Nettó Mjódd
Nettó Granda
Nettó Lágmúla
Nettó Salavegi
Nettó Hafnarfirði
Nettó Krossmóa Reykjanesbæ
Nettó Iðavöllum Reykjanesbæ
Nettó Glerártorgi Akureyri
Iceland Engihjalla
Iceland Glæsibæ
Iceland Vesturbergi
Iceland Hafnarfirði
Háma Háskólatorgi
Krónan Lindum
Krónan Granda
Krónan Hallveigarstíg
Krónan Flatahrauni
Krónan Bíldshöfða
Krónan Mosó
10-11 Leifstöð (komusalur)
Melabúðin
Kvosin Aðalstræti
Heimkaup
Vegan búðin
AIÖLI sósan okkar er aðal Jömmið. Þetta er dýrðin sem fylgir kartöflunum okkar frægu á Jömm í Kringlunni og satt best að segja gerir hún allt betra. Við notum svo mikið af ekta hvítlauk í hana að það er því sem næst útilokað að vampírufaraldur komi upp á Íslandi.
REMÖLAÐI þarf nú varla að útskýra nánar. Við mælum auðvitað með þessu á smörrebröd og pylsur. Þetta remö er auðvitað vegan en sagan segir að hópur allskonar fólks sé í áskrift eingöngu bragðsins vegna.
Það þarf ekkert að útskýra tilvist eða eiginleika PÍTÖsósunnar, hún er bara svona sósa sem passar hrikalega vel á pítur.
CHIPÖTLE er bragðmikil sósa sem við notum á Spicy og Kebab réttina okkar á Jömm í Kringlunni. Bragðið er með reyktum undirtóni, áferðin er þykk og mjúk og tilfinningin er létt spæsí.
Af hverju MÆJÖ? Það er til ýmiss konar vegan mæjónes þarna úti, en okkar stefna er sú að ef þú ætlar að fá þér mæjó, hafðu það þá almennilegt. Mæjöið okkar er laust við ýmsa algenga ofnæmisvalda en við pössum að hafa það alveg ekta, með háu fituinnihaldi og endalausum möguleikum. Halló brauðtertupartý, sósugerð og gúrmeti!
KÖKTEIL er náttúrulega íslenskari en haustlægðir á færibandi. Við biðum lengi með að bæta þessu krúnudjásni í safnið því svona góðkunningi má ekki vera neitt minna en ómótstæðilegur. Við tókum nostalgískt twist á þetta með aðstoð sérfræðinga og mælum með að löðra þessari á frosnar pizzur (mælt er með að hita þær fyrst), yfir fröllur auðvitað og með öllum öðrum mat tö be honest.
Ef þér finnst Beisik börgerinn góður þá muntu elska að eiga SINNÖPSsósuna okkar heima. Innblásturinn að þessari kom frá hugmyndinni um þessar venjulegu „honey-mustard“ sósur, nema hvað þessi inniheldur hvorki hunang né aðrar dýraafurðir.
BERNÖS var okkar stærsta áskorun fram að þessu þar sem hefðbundin útgáfa er gerð úr næstum því engu nema dýraafurðum. Okkur langaði að hafa hana þykka, kalda, bragðmikla og djúsí svo við gerðum vegan bernösmæjö sem sumum finnst betri en allar aðrar.
(Lifehack: Þú getur beðið um bernös í stað sinnöps á Beisik börgerinn í Kringlunni)
Sagði einhver SÖMMER? Þessi hógværa snilld var vinsælasta sósan okkar sumarið 2020. Hugmyndin var að gera handhæga, alhliða kalda sósu sem passaði með grillmat – og þá sérstaklega með Oumph! Sticky Smokehouse rifjunum. Fólk tók henni með trylltum fögnuði og hefur henni verið lýst sem einhvers konar staðgengils vinsællrar ídýfu, mexíkó-ostasósu eða piparsósu með óvæntum snúningi.
Vegna fjölda áskorana eru brauðsalötin okkar núna komin í box svo hægt sé að njóta þeirra með hvaða brauði eða kexi eða grænmeti sem hugurinn girnist. Að auki ákváðum við að boxa hrásalatið okkar, það sama og er notað í Jömm börgera og vefjur, og svo þróuðum við líka kartöflusalat fyrst við vorum byrjuð á þessu.
Öll salötin eru í jarðgeranlegum Vegware boxum með endurvinnanlega pappírsmiða.
Allar verslanir Hagkaups á höfuðborgarsvæðinu
Krónan Lindum, Granda, Flatahrauni, Bíldshöfða og Mosó.
Extra Barónsstíg og Keflavík
Melabúðin
Vegan búðin
Hérastubbur bakari, Grindavík